Fá 43 milljónir fyrir titilinn

Joachim Löw og lærisveinar eru heimsmeistarar.
Joachim Löw og lærisveinar eru heimsmeistarar. AFP

Þýsku heimsmeistararnir í knattspyrnu karla fá ekki krónu í bónus frá þýska knattspyrnusambandinu ef þeir komast ekki í átta liða úrslitin á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar.

Greiðslur til leikmanna landsliðsins á HM voru kynntar á vef þýska knattspyrnusambandsins í gær og þar kemur fram að þeir fá 350 þúsund evrur hver, um 43,2 milljónir íslenskra króna, fyrir að vinna heimsmeistaratitilinn. Annars fá þeir 9,2 milljónir króna ef þeir falla út í átta liða úrslitum, 15,4 milljónir fyrir að enda í fjórða sæti, 18,5 milljónir fyrir bronsverðlaun og 24,7 milljónir króna á mann fyrir silfurverðlaunin í keppninni.

Þýska liðið, undir stjórn Joachims Löw, er í F-riðli með Mexíkó, Svíþjóð og Suður-Kóreu á HM í Rússlandi. Komist Þjóðverjar áfram úr riðlinum, eins og flestir reikna með, mæta þeir í 16-liða úrslitum liði úr E-riðlinum en í honum eru Brasilía, Kostaríka, Sviss og Serbía. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert