Jón Guðni á skotskónum í bikarnum

Jón Guðni Fjóluson í leik með íslenska karlalandsliðinu í knattsyrnu …
Jón Guðni Fjóluson í leik með íslenska karlalandsliðinu í knattsyrnu gegn Síle. AFP

Jón Guðni Fjóluson skoraði eitt marka Norrköping í 3:2-sigri liðsins gegn Tvaakers í riðli 6 í sænsku bikarkeppninni í knattspyrnu karla í dag. Jón Guðni skoraði sigurmark Norrköping í leiknum.

Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Norrköping, en Alfosns Sampsted og Arnór Sigurðsson hófu leikinn á varmannabekki liðsins.

Höskuldur Gunnlaugsson spilaði allan leikinn fyrir Halmstad sem vann sannfærandi 5:0-sigur gegn Syrianska í riðli 2. Tryggvi Hrafn Haraldsson hóf leikinn á varamannabekk Halmstad, en kom inná í hálfleik.

Haukur Heiðar Hauksson var í byrjunarliði AIK sem lagði Oddeveld að velli með tveimur mörkum gegn einu í sama riðli. 

Andri Rúnar Bjarnason spilaði allan leikinn í framlínu Helsingborg þegar liðið gerði 1:1-jafntefli gegn Örebro í hinum leik dasgsins í riðli 6. 

Elías Már Ómarsson lék allan leikinn fyrir Gautaborg sem gerði 1:1-jafnefli gegn Öster í leik liðanna í riðli 7.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert