Jón Daði kominn með nýjan stjóra

Jón Daði Böðvarsson fagnar marki með Reading.
Jón Daði Böðvarsson fagnar marki með Reading. Ljósmynd/.readingfc.co.uk

Enska B-deildarliðið Reading hefur staðfest ráðningu á Paul Clement í starf knattspyrnustjóra félagsins en fyrr í vikunni fékk Hollendingurinn Jaap Stam reisupassann.

Clement var rekinn úr knattspyrnustjórastarfinu hjá Swansea í desember en honum er ætlað að rétta gengi Reading við. Liðið er án sigurs í níu leikjum í röð í deildinni og er í 20. sæti, þremur stigum frá fallsæti.

Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson hefur skorað 7 mörk í þeim 27 leikjum sem hann hefur spilað með Reading í deildinni á tímabilinu og þá er U21 árs landsliðsmaðurinn Axel Óskar Andrésson samningsbundinn félaginu en hann hefur verið í láni hjá neðrideildarliðunum Bath og Torqay en er nú að jafna sig eftir aðgerð á ökkla sem hann gekkst undir í byrjun febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert