Ramos gagnrýndur fyrir að taka víti

Sergio Ramos steig á punktinn í gær í Meistarabikar Evrópu.
Sergio Ramos steig á punktinn í gær í Meistarabikar Evrópu. AFP

Sergio Ramos, fyrirliði spænska knattspyrnuliðsins Real Madrid, var á skotskónum í gær þegar Real Madrid og Atlético Madrid mættust í Meistarabikar Evrópu í Tallinn í Eistlandi. Leiknum lauk með 4:2-sigri Atlético Madrid eftir framlengdan leik en Ramos kom Real Madrid yfir, 2:1, með marki úr vítaspyrnu á 63. mínútu.

Owen Hargreaves, fyrrverandi leikmaður Bayern München og Real Madrid, var ekki hrifinn af því að Ramos skyldi taka vítaspyrnuna. „Þetta er vissulega tækifæri fyrir Ramos til þess að stíga upp þar sem Ronaldo er farinn. Bale vildi taka spyrnuna og Benzema líka. Mér finnst að sóknarmennirnir eigi alltaf að taka víti. Sérstaklega núna, hjá Real Madrid. Þeir þurfa á sjálfstraustinu að halda.“

„Ramos er ekki að fara að skora 25 mörk í Meistaradeildinni í ár og þannig vinnur þú ekki keppnina. Þú þarft leikmenn eins og Bale og Benzema, þetta eru sóknarmennirnir sem þurfa að skora 25 mörk ef Real Madrid ætlar að ná einhverjum árangri á þessari leiktíð,“ sagði Hargreaves meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert