Yfirgefur Juventus eftir 25 ár

Claudio Marchisio hefur kvatt Juventus eftir 25 ár hjá félaginu.
Claudio Marchisio hefur kvatt Juventus eftir 25 ár hjá félaginu. Ljósmynd/Andreas Solaro

Claudio Marchisio hefur yfirgefið ítalska knattspyrnufélagið Juventus en þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í dag. Þessi 32 ára gamli leikmaður gekk til liðs við Juventus fyrir 25 árum og hefur hann spilað tæplega 400 leiki fyrir félagið í öllum keppnum og unnið fjórtán stóra titla, þar á meðal sjö meistaratitla.

Marchisio og Juventus tóku ákvörðun í sameiningu um að það væri best að rifta samningi leikmannsins en hann er nú án félags. „Þetta er ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið en að sama skapi elska ég félagið nægilega mikil til þess að átta mig á því hvað sé best fyrir það að gera. Ég horfi til baka, sáttur,“ sagði Marchisio meðal annars á samfélagsmiðlinum Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert