Fyrsta tap Lillestrøm á tímabilinu

Sigríður Lára Garðarsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Lillestrøm í dag.
Sigríður Lára Garðarsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Lillestrøm í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigríður Lára Garðarsdóttir var í byrjunarliði Lillestrøm þegar liðið tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu fyrir Klepp í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leiknum lauk með 3:2-útisigri Klepp.

Klepp komst yfir á 7. mínútu með marki Elisabeth terland en Ingrid Byrøgard Kvernvolden jafnaði metin fyrir Lillestrøm á 42. mínútu áður en Guro Reiten kom Lillestrøm yfir undir lok fyrri hálfleiks.

Tameka Butt jafnaði metin fyrir Klepp á 52. mínútu og það var svo Kirsty Lee Yallop sem skoraði sigurmark leiksins á 67. mínútu. Sigríður Lára spilaði allan leikinn fyrir Lillestrøm en liðið er í efsta sæti deildarinnar með 57 stig eftir 20. umferðir en Klepp er í öðru sætinu með 44 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert