Hörður verður sá þrettándi í Róm

Hörður Björgvin Magnússon
Hörður Björgvin Magnússon Ljósmynd/CSKA Moskva

Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í knattspyrnu, bætist væntanlega í kvöld í hóp þeirra Íslendinga sem hafa leikið í Meistaradeild Evrópu í karlaflokki. Lið CSKA frá Moskvu er komið til ítölsku höfuðborgarinnar, Rómar, og mætir þar heimamönnum í þriðju umferð riðlakeppninnar í kvöld.

Hörður missti af fyrstu tveimur leikjum CSKA í keppninni í haust vegna meiðsla en hann er leikfær á ný og spilaði á ný með liðinu á föstudaginn þegar það vann Anzhi 2:0 á útivelli í rússnesku úrvalsdeildinni.

Arnór Sigurðsson, hinn 19 ára gamli samherji Harðar, náði að vera á undan honum að spila í Meistaradeildinni og hefur komið inná í báðum leikjum Moskvuliðsins. 

Greinina í heild sinni er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert