Magnaður Messi í sögubækurnar

Lionel Messi fór á kostum í gær.
Lionel Messi fór á kostum í gær. AFP

Lionel Messi sýndi og enn og aftur snilli sína á fótboltavellinum þegar Barcelona burstaði Levante 5:0 í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld.

Messi skoraði þrennu og lagði upp mörkin fyrir Luiz Suárez og Gerard Pique. Messi skráði nafn sitt í sögubækur Barcelona en hann er nú orðinn sá leikmaður félagsins sem hefur unnið flesta leiki í deildinni. Sigurinn í gær var sá 323. í röðinni hjá Messi í deildinni en Xavi vann 322 leiki í deildinni með Börsungum.

Messi hefur nú skorað 14 mörk í deildinni og er markahæstur í fimm stærstu deildunum í Evrópu og Argentínumaðurinn hefur skorað samtals 50 mörk á árinu 2018. Messi hefur skorað 43 þrennur með Barcelona í spænsku deildinni og 49 á ferli sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert