Faria orðinn þjálfari í Katar

Rui Faria.
Rui Faria. Ljósmynd/Al Duhail

Rui Faria, sem hefur verið aðstoðarmaður José Mourinho hjá Manchester United, Chelsea, Real Madrid og fleiri liðum, var í dag ráðinn aðalþjálfari Al Duhail í Katar.

Þetta er fyrsta starf Faria frá því hann hætti hjá Manchester United að loknu síðasta tímabili en hann hefur unnið með Mourinho í 17 ár.

Al Duhail er ríkjandi meistari og er í öðru sæti í deildinni á eftir Al Sadd. Faria tekur við þjálfun liðsins af Nabil Maaloul sem stýrði liði Túnis á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar.

AFP-fréttastofan greinir frá ráðningu Faria og segir í fréttinni að hann sé annar þjálfarinn sem ráðinn er til liðs í Katar á síðustu vikum. Hinn sé Heimir Hallgrímsson sem tók við þjálfun Al-Arabi í síðasta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert