Arnór áfram hjá Lillestrøm eftir allt saman

Arnór Smárason fagnar marki með Lillestrøm.
Arnór Smárason fagnar marki með Lillestrøm. Ljósmynd/Lillestrøm

Arnór Smárason hefur ákveðið að vera áfram í herbúðum norska félagsins Lillestrøm, en mikill áhugi var á kröftum hans eftir frammistöðuna með liðinu á seinni hluta síðasta tímabils í norsku úrvalsdeildinni.

Arn­ór kom Lillestrøm frá sænska liðinu Hamm­ar­by um mitt tíma­bil og skoraði 7 mörk í þeim 13 leikj­um sem hann kom við sögu í. Samn­ing­ur­inn við Lillestrøm gilti út leiktíðina og var honum því frjálst að ræða við önnur félög. Hann var orðaður við mörg félög en hefur nú ákveðið að vera áfram hjá Lillestrøm, nokkuð sem félagið kynnti á fréttamannafundi nú eftir hádegið.

Arn­ór er 30 ára gam­all og hóf sinn at­vinnu­manna­fer­il með liði Hereeveen í Hollandi en hann hef­ur einnig leikið með danska liðinu Es­bjerg, sænsku liðunum Hels­ing­borg og Hamm­ar­by, Torpedo Moskva í Rússlandi og nú síðast Lillestrøm. Arn­ór hef­ur spilað 26 lands­leiki og skorað í þeim 3 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert