Elías Már valinn leikmaður mánaðarins

Elías Már Ómarsson.
Elías Már Ómarsson. Ljósmynd/excelsior

Elías Már Ómarsson hefur verið valinn leikmaður maímánaðar í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu af hollensku sjónvarpsstöðinni Foxsports.

Elías Már hefur skorað fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum með Excelsior, sem er í baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Elías skoraði þrennu í 5:4 sigri móti Heracles og hann skoraði eitt mark í 4:2 sigri sinna manna á móti AZ Alkmaar í lokaumferð deildarinnar.

Enginn leikmaður í deildinni skoraði fleiri mörk en Elías Már í maí en Dusan Tadic, leikmaðurinn frábæri í liði Ajax, skoraði einnig fjögur mörk.

Excelsior endaði í 16. sæti af 18 liðum í hollensku úrvalsdeildinni og er í umspili um að halda sæti sínu í deildinni. Liðið tapaði fyrir RKC Waalwijk 2:1 um síðustu helgi í fyrri rimmu liðanna í undanúrslitunum í umspilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert