West Ham að fá tékkneskan landsliðsmann

Tomas Soucek fagnar marki gegn Dortmund í Meistaradeildinni.
Tomas Soucek fagnar marki gegn Dortmund í Meistaradeildinni. AFP

Enska knattspyrnufélagið West Ham er í viðræðum við Slavia Prag frá Tékklandi um miðjumanninn Tomas Soucek. Hinn 24 ára gamli Soucek var valinn besti knattspyrnumaður Tékklands á síðasta ári. 

Slavia vill fá um 20 milljónir evra fyrir miðjumanninn sem hefur skorað 12 mörk í 26 leikjum á tímabilinu. Skoraði hann bæði gegn Inter Mílanó og Borussia Dortmund í Meistaradeildinni. 

Soucek varð tékkneskur meistari og bikarmeistari með Slavia á síðustu leiktíð og skrifaði í kjölfarið undir fimm ára samning. Hefur hann skorað þrjú mörk í 20 leikjum fyrir tékkneska landsliðið, en það fyrsta kom gegn Íslandi í Katar árið 2017. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert