Landsliðskonan skoraði tvívegis

Diljá Ýr Zomers hefur farið á kostum með Leuven á …
Diljá Ýr Zomers hefur farið á kostum með Leuven á tímabilinu. Ljósmynd/Alex Nicodim

Diljá Ýr Zomers, landsliðskona í knattspyrnu, skoraði tvö mörk fyrir Leuven þegar liðið vann sterkan útisigur á Genk, 5:2, í efri hluta belgísku A-deildarinnar í kvöld.

Leuven er áfram í þriðja sæti deildarinnar, skammt á eftir Anderlecht og Standard Liege í efstu tveimur sætunum

Staðan var 3:1 í hálfleik eftir að Nikee van Dijk skoraði þrennu fyrir Leuven.

Í síðari hálfleik bætti Diljá Ýr við tveimur mörkum og er þar með búin að skora 22 mörk í deildinni fyrir Leuven á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka