Kraftaverk Íslandsvinarins

Bo Hendriksen er Freyr Alexandersson Danmerkur
Bo Hendriksen er Freyr Alexandersson Danmerkur Ljósmynd/FC Zurich

Bo Henriksen tók við stjórnartaumunum í Mainz í þýsku 1. deildinni í fótbolta í febrúar þegar liðið sat á botninum með aðeins einn sigur eftir 21. umferð. Í dag tókst liðinu að bjarga sér frá falli eftir ótrúlegan viðsnúning á tímabilinu.

Mainz var jafnt Darmstadt að stigum, níu stigum frá öruggu sæti, í febrúar. Síðan þá hefur Mainz einungis tapað tveimur leikjum og það gegn meisturum Leverkusen og stórliði Bayern München. Niðurstaðan er 23 stig í þrettán leikjum og þrettánda sæti.

Með 3:1 sigri á útivelli gegn Wolfsburg í dag tókst Mainz að lyfta sér upp fyrir Union Berlin, Bochum og gamla stórveldið Borussia Mönchengladbach og tryggja sér þrettánda sætið. FC Köln fellur ásamt Darmstadt og Bochum fer í umspil um sæti í deildinni að ári.

Henriksen, sem er fyrrum leikmaður Vals, Fram og ÍBV á Íslandi, þjálfaði áður FC Zürich, FC Midtjylland og AC Horsens.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert