Veigar Páll með fjögur fyrir Stabæk

Veigar Páll Gunnarsson var á skotskónum með Stabæk í 1. umferð norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær. Veigar Páll skoraði fjögur mörk fyrir sína menn þegar þeir burstuðu Fossum, topplið 3. deildarinnar, á útivelli, 7:0. Veigar skoraði þrennu í fyrri hálfleik og bætti því fjórða við á 55. mínútu.

Haraldur Freyr Guðmundsson skoraði eitt marka Aalesund sem lagði 3. deildarliðið Hareid. Haraldur skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins sex mínútna leik en hann skoraði gegn meisturum Rosenborg á dögunum í deildarkeppninni.

Jóhannes Harðarson lék sjö síðustu mínúturnar fyrir Start sem lagði Lyndal, 2:1.

Hannes Þ. Sigurðsson var í liði Viking sem marði Vaulen, 2:1.

Stefán Gíslason lék síðustu 25 mínúturnar fyrir Lyn sem sigraði Klemestrud, 3:1, og Árni Gautur Arason stóð í marki Vålerenga sem rótburstaði Hadeland, 10:2. Þar gerði Bernt Hulsker sér lítið fyrir og skoraði sex mörk fyrir Vålerenga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert