„Ekki gott að synda svona“

Eygló Ósk Gústafsdóttir sundkona úr Ægi.
Eygló Ósk Gústafsdóttir sundkona úr Ægi. mbl.is

„Ég er mjög ánægð með þetta. Ég ætlaði mér að ná þessum gullum,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkonan efnilega úr Ægi, í samtali við Morgunblaðið í gær. Um helgina var hún á ferðinni ásamt fimm öðrum íslenskum keppendum á Norðurlandameistaramóti unglinga í Kaupmannahöfn, og gerði sér lítið fyrir og vann til tvennra gullverðlauna og silfurverðlauna.

Eygló Ósk vann sigur í 800 metra skriðsundi þegar hún synti á 8:49,93 mínútum, og svo í 200 metra baksundi er hún synti á 2:13,60 mínútum. Það er rúmri sekúndu frá Íslandsmetinu sem Eygló Ósk setti í greininni á Íslandsmeistaramótinu fyrir skömmu, en árangurinn er mjög góður í ljósi þess að flensa hrjáði sundkonuna í keppninni.

„Ég er búin að vera frekar veik, með hálsbólgu og svona. Það er ekki þægilegt að synda svona. Ég er bara mjög ánægð með tímana miðað við hvað ég var veik. Annars eru þetta ekki bestu tímarnir mínir,“ sagði Eygló Ósk sem var svo heppin að hafa föður sinn, Gústaf Adólf Hjaltason, á áhorfendapöllunum í Köben.

Nánar er rætt er við þessa efnilegu sundkonu í átta síðna íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert