Powell með næstbesta tíma ársins

Asafa Powell með blómvöndinn eftir sigurinn í kvöld.
Asafa Powell með blómvöndinn eftir sigurinn í kvöld. AFP

Asafa Powell frá Jamaíka náði í kvöld næstbesta tíma ársins í 100 metra hlaupi karla þegar hann sigraði á 9,81 sekúndum á Demantamóti IAAF, Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, í París.

Aðeins bandaríski hlauparinn Justin Gatlin hefur gert betur á þessu ári en hann hljóp á 9,74 sekúndum á fyrsta Demantamóti tímabilsins í Katar í maí.

Sjálfur hafði Powell best hlaupið á 9,84 sekúndum í ár en hann náði þeim tíma í síðasta mánuði á jamaíska úrtökumótinu fyrir HM.

Heimsmethafinn Usain Bolt frá Jamaíka hætti við þátttöku í mótinu vegna meiðsla.

Jamaíka vann tvöfalt í 100 metrunum í kvöld og þar náði Shelly-Ann Fraser-Pryce að bæta besta árangur ársins í heiminum, sem hún átti sjálf og hljóp á 10,74 sekúndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert