Ledecky bætti heimsmetið aftur (myndskeið)

Katie Ledecky fagnar sigrinum og heimsmetinu í dag.
Katie Ledecky fagnar sigrinum og heimsmetinu í dag. AFP

Hin 18 ára gamla Katie Ledecky frá Bandaríkjunum bætti í dag eigið heimsmet í 1.500 metra skriðsundi í undanúrslitum á heimsmeistaramótinu í sundi sem fram fer í Kazan í Rússlandi.

Ledecky bætti einnig heimsmetið í greininni í undanrásum í gærmorgun þegar tími hennar var 15.27,71 mínútur og bætti hún heimsmetið þá um rúma eina sekúndu. Tími hennar í úrslitunum í dag var 15:25,48 mínútur sem skilaði henni gullinu og nýju heimsmeti.

Þetta er í níunda sinn sem Ledecky setur heimsmet og í fimmta skipti sem hún gerir það í 1500 metra skriðsundi. Hún á einnig heimsmetin í 400 og 800 metra skriðsundi.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá lokasprettinn hjá Ledecky og þegar hún kom í bakkann á nýju heimsmeti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka