Arna og Kolbeinn til alls líkleg

Arna Stefanía Guðmundsdóttir
Arna Stefanía Guðmundsdóttir mbl.is/ Thorir O. Tryggvason.

FH-ingarnir Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Kolbeinn Höður Gunnarsson eru til alls líkleg á síðari degi Meistaramóts Íslands á Akureyri í dag. 

Frammistaða Örnu og Kolbeins í gær var mjög góð og í dag eru þeirra aðalgreinar á dagskrá. Arna keppir í 400 metra grindahlaupi og Kolbeinn í 200 metra hlaupi. Í gær setti Arna Íslandsmet 22 ára og yngri í 400 metra hlaupi og Kolbeinn jafnaði sinn besta árangur í 100 metra hlaupi. 

Ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason ÍR mætir til leiks í kringlukasti en hann er á leið á sína fyrstu Ólympíuleika í Ríó í næsta mánuði. 

Annar Ólympíufari, Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni, verður einnig á vellinum í kúluvarpi en hún sigraði í spjótkasti í gær.

MÍ í frjálsum fer fram á Þórsvellinum á Akureyri en keppnin í dag hefst kl. 10.30 og lýkur um kl. 16.10. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert