Djokovic slítur samstarfi við Becker

Novak Djokovic.
Novak Djokovic. AFP

Serbneski tennismaðurinn Novak Djokovic hefur sagt skilið við þjálfara sinn Boris Becker. Þeir hafa starfað saman síðustu þrjú árin. Á þeim tíma vann Serbinn sex sinnum eitt af risamótunum fjórum sem haldin eru ár hvert. 

„Við náðum öllum þeim markmiðum sem við settum okkur við upphaf samstarfsins. Nú er tími til kominn að breyta til og ég vil þakka Becker fyrir góða samvinnu,“ sagði Djokovic í yfirlýsingu í kvöld. 

Djokovic féll úr efsta sæti heimslista tennismanna í síðasta mánuði eftir að hafa átt erfitt uppdráttar á nokkrum mótum. M.a. féll hann úr keppni í fyrstu umferð á Ólympíuleikunum í Ríó og heltist úr lestinni í þriðju umferð á Wimbeldon-mótinu þar sem hann átti titil að verja. 

Becker var einn sigursælasti tennismaður heims á níunda áratug síðustu aldar. Hann sneri sér að þjálfun þegar ferlinum sem tennismaður lauk á tíunda áratugnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka