Viktor og Eygló ekki í milliriðla

Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. mbl.is/Eggert

Sundkapparnir Viktor Vilbergsson og Eygló Ósk Gústafsdóttir komust ekki í milliriðla í tveimur greinum á HM í 25 m laug sem fer fram í Kanada um þessar mundir. Þau kepptu í 100 m bringusundi og 100 m baksundi.

Þetta er fyrsti dagurinn á heimsmeistaramótinu í Kanada en það stendur fram yfir helgina og lýkur á aðfaranótt mánudags.

Viktor, sem keppir fyrir SH, hafnaði í 56. sæti og var á tímanum 1:01,63, en hann hefði þurft að synda undir 58,18 sekúndum. Hann fer því ekki í milliriðla í þessari grein.

Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi hafnaði í 20. sæti í 100 m baksundi en hún fór á tímanum 58,49 sekúndum en hún á sjálf Íslandsmetið í þessari grein. Hún var um það bil fjörutíu sekúndubrotum frá því að komast inn í milliriðla í dag.

Kristinn Þórarinsson á síðasta sundið í undanrásunum en hann keppir núna í 200 m fjórsundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert