Snorri 39. í skiptigöngunni

Snorri Einarsson.
Snorri Einarsson.

Skíðagöngumaðurinn Snorri Einarsson varð í dag í 39. sæti af 63 keppendum í skiptigöngu á HM í norrænum skíðagreinum sem fram fer í Lahti í Finnlandi.

Snorri fór 30 km langa gönguna á 1:14,10 klst. en sigurvegarinn, Rússinn Sergey Ustiugov, fór á tímanum, 1:09,16.

Fyrstu 15 kílómetrarnir eru gengnir með hefðbundnum stíl og var tími Snorra eftir þá 35:22,1 mínúta. Síðari 15 kílómetrarnir er gengnir með frjálsri aðferð en fór Snorri þá á 38:12,8 mínútum.

Snorri er í fyrsta skipti að keppa fyrir hönd Íslands á stórmóti en hann ólst upp í Noregi og er eini íslenski keppandinn sem náði HM-lágmarki fyrir mótið. Aðrir keppendur þurftu að taka þátt í undankeppni til þess að öðlast keppnisrétt í lengri vegalengdunum.

Snorri keppir í 15 km göngu með hefðbundnum stíl næsta miðvikudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert