Elsa og Isak fljótust í tímatökunni

Elsa Guðrún Jónsdóttir til hægri, Anna María Daníelsdóttir í miðjunni …
Elsa Guðrún Jónsdóttir til hægri, Anna María Daníelsdóttir í miðjunni og lengst til vinstri Sólveig María Aspelund. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Skíðamót Íslands 2017 hófst kl. 17 í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag. Fyrstu greinar eru 1 km sprettganga kvenna og karla. Það var Ólafsfirðingurinn Elsa Guðrún Jónsdóttir sem fyrst lagði af stað í tímatökunni.

Sjö keppendur eru skráðir í kvennaflokki, þar af einn frá Brasilíu. Elsa Guðrún náði besta tímanum í tímatökunni en Kristrún Guðnadóttir frá Ulli og Veronika Lagun frá Akureyri komu næstar. Búast má við að þær þrjár ásamt Ísfirðingnum Önnu Maríu Daníelsdóttur muni berjast um verðlaunasæti.

Akureyringurinn Isak Stiansson Pedersen var með besta tímann hjá körlunum en þar keppa tólf, þar af einn Marakkói og einn Mexíkói. Ísfirðingarnir Sigurður Arnar Hannesson, Albert Jónsson og Dagur Benediktsson komu næstir. Akureyringarnir Brynjar Leó Kristinsson og Arnar Ólafsson munu svo hugsanlega vera með í baráttunni um verðlaun.

Næst verður keppt í undanúrslitum en úrslitaganga kvenna hefst kl. 18:30 og úrslitaganga karla 18:40 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert