Meistararnir til Grindavíkur

Keflavík er ríkjandi bikarmeistari.
Keflavík er ríkjandi bikarmeistari.

Bikarmeistarar Keflavíkur fara til Grindavíkur í fyrstu umferð Maltbikars kvenna í körfuknattleik en dregið var í gær. Ekki er um hefðbundin 16 liða úrslit að ræða þar sem liðin eru einungis 13 talsins. Þrjú þeirra sitja yfir í þessari umferð og komast beint í átta liða úrslitin en það eru Reykjavíkurliðin Valur, ÍR og KR.

Þar af leiðandi verða fimm leikir á dagskrá, sem leiknir verða dagana 4.-6. nóvember.

Skallagrímur, sem lék til úrslita gegn Keflavík í fyrra, heldur í Grafarvoginn til að spila við Fjölni sem leikur í næstefstu deild. Úrvalsdeildarliðin Breiðablik og Haukar eigast við í Smáranum en Blikar, undir stjórn Hildar Sigurðardóttur, hafa komið nokkuð á óvart í upphafi tímabilsins.

Önnur viðureign úrvalsdeildarliða verður í Njarðvík þar sem heimakonur fá Stjörnuna í heimsókn. Stutt er síðan þessi sömu lið mættust í deildinni og þá vann Stjarnan öruggan sigur. Snæfell, sem varð bikarmeistari 2016, fer til Akureyrar og mætir Þór, sem vann fyrstu bikarkeppnina 1975. kris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert