Hart tekist á í Höllinni um helgina

Arna Stefanía Guðmundsdóttir kemur fyrst í mark á Reykjavíkurleikunum á …
Arna Stefanía Guðmundsdóttir kemur fyrst í mark á Reykjavíkurleikunum á dögunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flest af fremsta frjálsíþróttafólki landsins etur kappi á Meistaramóti Íslands innanhúss sem fram fer í Laugardalshöll í dag og á morgun. Keppni hefst klukkan 10 árdegis báða dagana og stendur yfir í fimm til sex stundir hvorn dag.

Eins og oft áður þá ríkir mikil eftirvænting fyrir keppni í spretthlaupum. Í 60 m hlaupi kvenna er Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR með besta tíma keppenda á þessu ári, 7,66 sekúndur. Hún hefur náð næst bestum tíma Íslendings í greininni, 7,50 sekúndur. Nýbakaður Íslandsmethafi, ÍR-ingurinn Tíana Ósk Whitworth, tekur ekki þátt vegna meiðsla. Hún setti Íslandsmet á Stórmóti ÍR í síðasta mánuði, 7,47 sekúndur.

Reiknað er með að Ari Bragi Kárason, úr FH, verði fljótastur keppenda í 60 m hlaupi karla á mótinu enda hafa ekki margir andstæðinga hans hlaupið vegalengdina á skemmri tíma en sjö sekúndum.

Sjá forspjall um MÍ innanhúss í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert