Brattur heimsmeistari setur markið hátt

Christian Coleman.
Christian Coleman. AFP

Christian Coleman, heimsmeistari í 60 metra hlaupi, er vægast sagt brattur fyrir komandi sumar á hlaupabrautinni.

Hann lýsti því yfir í viðtali við BBC að hann hefði trú á því að strax í sumar yrði hann orðinn næstfljótasti maður sögunnar í 100 metra hlaupi. Þá þyrfti hann að bæta tíma Tyson Gay og Yohan Blake sem báðir eiga tíma upp á 9,69 sekúndur í greininni.

Um umtalsverða bætingu væri þá að ræða hjá hinum 22 ára gamla Coleman sem á best 9,82 sek. í 100 metrunum. Stórbrotið heimsmet Usain Bolt er hins vegar 8,58 sek. „Ég vil skapa mér nafn og eftir tvo ár eða svo myndi ég vilja heyra fólk tala um að efnilegir spretthlauparar gætu orðið næsti Cristian Coleman,“ sagði Bandaríkjamaðurinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert