Kári fer af stað í Andalúsíu

Kári Gunnarsson.
Kári Gunnarsson. Ljósmynd/badminton.is

Kári Gunnarsson, Íslandsmeistari í badmintoni, hefur leik á Evrópumeistaramótinu í Andalúsíu á Spáni á morgun. Kári spilar gegn Íranum Nhat Nguyen sem er sem stendur í 86. sæti heimslistans.

„Leikurinn á morgun leggst bara vel í mig, ég er búinn að undirbúa mig nokkuð vel. Ég er búinn að vera að horfa á talsvert af myndböndum af Nhat og greina leik hans og veit nokkurn veginn hvað ég ætla að gera á móti honum. Við höfum ekki spilað við hvor annan áður,“ sagði Kári í samtali við Badmintonsamband Íslands.

Badminton Europe mun vera með beina útsendingu á netinu þar sem hægt verður að fylgjast með mótinu. Smellið hér til að horfa á mótið. Hér er hægt að sjá dagskrá leikjanna og í hvað röð þeir verða spilaðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert