Elísabet og Theódór valin best

Efnilegustu og bestu leikmenn Mizuno-deildanna í blaki.
Efnilegustu og bestu leikmenn Mizuno-deildanna í blaki. Ljósmynd/BLÍ

Uppgjör Mizuno-deildanna í blaki fór fram um helgina er lið ársins var tilkynnt ásamt vali á dómara ársins og efnilegasta og besta leikmanni deildanna.

Það eru þjálfarar og fyrirliðar liðanna sem kjósa þá leikmenn og þjálfara sem þeir telja að hafi staðið sig hvað best á tímabilinu og hljóta viðurkenningu fyrir.

Elísabet Einarsdóttir úr HK var valin besti leikmaðurinn í kvennaflokki og Theódór Óskar Þorvaldsson úr HK var valinn bestur í karlaflokki.

Sara Ósk Stefánsdóttir úr HK var útnefnd efnilegasti leikmaðurinn í kvennaflokki og Galdur Máni Davíðsson úr Þrótti Neskaupstað í karlaflokki.

Mizuno-deild kvenna – lið ársins:

Kantur
Rut Gomez (Völsungur)
Elísabet Einarsdóttir (HK)

Miðja
Særún Birta Eiríksdóttir (Þróttur N.)
Hanna María Friðriksdóttir (HK)

Uppspilari
Matthildur Einarsdóttir (HK)

Díó
Eldey Hrafnsdóttir (Þróttur R.)

Frelsingi
Kristina Apostolova (Afturelding)

Þjálfari
Emil Gunnarsson (HK)

Efnilegasti leikmaður
Sara Ósk Stefánsdóttir (HK) 

Besti leikmaður
Elísabet Einarsdóttir (HK)

Mizuno-deild karla – lið ársins:

Kantur
Theódór Óskar Þorvaldsson (HK)
Piotr Kempisty (Afturelding)

Miðja
Stefano Nassini Hidalgo (KA)
Mason Casner (KA)

Uppspilari
Matthew Gibson (Álftanes) 

Díó
Radoslaw Rybak (Afturelding)

Frelsingi
Ragnar Ingi Axelsson (Álftanes)

Þjálfari
Matthew Gibson (Álftanes)

Efnilegasti leikmaður
Galdur Máni Davíðsson (Þróttur N.)

Besti leikmaður
Theódór Óskar Þorvaldsson (HK)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert