Guðni Valur vann mót í Zagreb

Guðni Valur Guðnason er að standa sig vel í kringlukastinu.
Guðni Valur Guðnason er að standa sig vel í kringlukastinu. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Guðni Valur Guðnason hlaut gullverðlaun á frjálsíþróttamóti í Zagreb í Króatíu í dag þegar hann keppti í kringlukasti.

Guðni Valur þeytti kringlunni 62,25 metra og nægði það til sigurs á mótinu. Hann átti fimm gild köst sem öll voru yfir 60 metra.

Um síðustu helgi hlaut hann silfurverðlaun á vetrarkastmóti í Split, einnig í Króatíu. Þá þeytti hann kringlunni 63,66 metra.

Næst á dagskrá hjá Guðna Val er mót í Svíþjóð um næstu helgi. Hann er í keppni um að ná ólympíulágmarkinu sem er 66 metrar sléttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert