Kylfingurinn fer fyrir dómstóla í byrjun júní

Scottie Scheffler um helgina.
Scottie Scheffler um helgina. AFP/Ross Kinnaird

Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler, fremsti kylfingur heims, fer fyrir dómstóla í byrjun júní. Átti hann að mæta í dómsalinn í dag en því hefur verið frestað til 3. júní. 

Scheffler var handtekinn á föstudaginn var fyrir utan Valhalla-golfvöllinn í Kentucky. Reyndi hann að keyra fram hjá slysstaðnum þar sem bana­slys átti sér stað þann morgun, þegar ekið var á hjól­reiðamann.

Þegar Scheffler nam staðar kom lög­reglumaður aðvíf­andi og kippti hon­um út úr bíln­um. Var hon­um síðan ýtt upp að bif­reiðinni og hand­járn­um skellt á hann. 

Scheffler á yfir höfði sér fjórar ákærur sem teknar verða fyrir 3. júní næstkomandi. 

Þær eru eft­ir­far­andi:

  • Ann­ars stigs lík­ams­árás á lög­reglu­mann.
  • Glæp­sam­leg hegðun af þriðju gráðu.
  • Gá­leys­is­leg­ur akst­ur.
  • Leiðbein­ing­ar lög­reglu van­virt­ar.

Sjálfur neitar hann sök og segir málið byggt á misskilningi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert