Sleppt en á yfir höfði sér fjórar ákærur

Scottie Scheffler á mynd frá lögreglunni.
Scottie Scheffler á mynd frá lögreglunni. AFP/Louisville Department of Corrections

Scottie Scheffler, fremsti kylfingur heims, á yfir höfði sér fjórar ákærur í kjölfar þess að hann var handtekinn fyrir utan Valhalla-völlinn í Kentucky í Bandaríkjunum í dag. 

Scheffler virti ekki reglur lögreglumanns um að yfirgefa vettvang er banaslys átti sér stað í morgun. 

Þegar Scheffler loks nam staðar kom lög­reglumaður aðvíf­andi og kippti hon­um út úr bíln­um. Var hon­um síðan ýtt upp að bif­reiðinni og hand­járn­um skellt á hann. 

Sheffler hefur verið sleppt út haldi lögreglu og er mættur á Valhalla-völlinn.

Hann átti að hefja leik klukkan 12.48 að íslenskum tíma en mun nú fara af stað klukkan 14.08 að íslenskum tíma. 

Nú greinir ESPN frá því að Scheffler eigi fyrir höfði sér fjórar ákærur vegna atviksins. 

Þær eru eftirfarandi:

  • Annars stigs líkamsárás á lögreglumann.
  • Glæpsamleg hegðun af þriðju gráðu.
  • Gáleysislegur akstur.
  • Leiðbeiningar lögreglu vanvirtar.mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert