Birgir Leifur missti flugið á lokahringnum

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. mbl.is/Styrmir Kári

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson náði ekki að sýna sitt besta á lokahring Aegean Airlines-mótsins sem er hluti af Áskorendamótaröðinni í Evrópu, en leikið var í Þýskalandi.

Birgir Leifur lék á 75 höggum, eða fjórum höggum yfir pari, í dag og endaði í 55. sæti af þeim 62 sem komust í gegnum niðurskurðinn.

Birgir Leifur byrjaði á fjórum pörum í röð en á fimmtu holu fékk hann þrefaldan skolla og tvöfaldan skolla á þeirri níundu. Hann sótti í sig veðrið á seinni níu holunum, fékk þrjá fugla á fjórum holum, en fékk tvo skolla í viðbót áður en yfir lauk.

Hann var samtals á þremur höggum yfir pari eftir hringina fjóra, en fyrir lokastöðu sína fékk hann um 600 evrur í verðlaunafé, tæplega 90 þúsund krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert