Erfiðar aðstæður á Hvaleyrarvelli

Horft yfir níundu brautina á Hvaleyrarvelli. Kylfingar eiga í erfðileikum …
Horft yfir níundu brautina á Hvaleyrarvelli. Kylfingar eiga í erfðileikum með að leika í hrauninu vegna vinds. Ófeigur Lýðsson

Þriðji hringur Íslandsmótsins í golfi hófts í morgun, en fyrstu kylfingar hófu leik kl. 7:30. Aðeins 72 bestu í karlaflokki komust í gegnum niðurskurðinn og 18 bestu konurnar. Aðstæður eru gríðarlega krefjandi, en mikið rok er í Hafnarfirði. Þar að auki er mikill raki og kalt. 

Því verður að teljast líklegt að við munum ekki sjá jafn góð skor og síðustu daga, en nú reynir á þolinmæði og útsjónarsemi kylfinga við þessar krefjandi aðstæður. Axel Bóasson og Andri Þór Björnsson eru jafnir í fyrsta sæti á sex höggum undir pari, en þeir leika báðir á einu höggi undir pari eftir fjórar holur.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir á eitt högg á Ragnhildi Kristinsdóttur, en Guðrún byrjaði hringinn á tveimur skollum. Ragnhildur leikur á einu höggi yfir pari eftir þrjár holur.

Hægt er að fylgjast með stöðunni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert