Lið Evrópu á harma að hefna

Sandra Gal.
Sandra Gal. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Solheim-bikarinn í golfi hefst í dag, en í ár fer hann fram á Des Moines-vellinum í Iowa í Bandaríkjunum. Þetta er í 15. sinn sem þessi keppni milli bestu kvenkylfinga Bandaríkjanna og Evrópu fer fram, en Bandaríkin hafa níu sinnum borið sigur úr býtum og Evrópa fimm sinnum. Síðasta mót var árið 2015 í Þýskalandi og lögðu bandarísku stelpurnar þær evrópsku 14,5:13,5, en Evrópa var í forystu fyrir síðasta daginn.

Annika Sörenstam er fyrirliði evrópska liðsins, en hin sænska er einn besti kvenkylfingur sögunnar. Hún spilaði átta sinnum á Solheim-bikarnum og vann samanlagt 10 risamót. Hún vann 90 alþjóðleg mót sem atvinnumaður, þar af 72 á LPGA-mótaröðinni. Juli Inkster er fyrirliði bandaríska liðsins, en hún hefur níu sinnum spilað á Solheim-bikarnum og unnið sjö risamót. Þar að auki vann hún 31 mót á LPGA-mótaröðinni, en hún á einnig met yfir að hafa unnið flest stig fyrir lið Bandaríkjanna í Solheim-bikarnum í sögunni. .

Lið Evrópu er valið eftir stigalista Evrópumótaraðarinnar. Susan Pettersen var valin í liðið en hún meiddist um síðustu helgi og dró sig úr liðinu á miðvikudag. Sörenstam valdi þá Catriona Matthew í hennar stað, sem gegndi hlutverki varafyrirliða, en hún leikur nú á sínum níunda Solheim-bikar.

Hin þýska Sandra Gal var ein þeirra sem komu til greina í fyrirliðavalinu, en hún var í liði Evrópu árið 2011 og 2015. Morgunblaðið ræddi við Gal þegar hún var á landinu og lék í góðgerðarmóti Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur.

Nánar er fjallað um mótið í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka