Kona keppir með körlunum

Laura Davies mun brjóta blað í sögu íþróttarinnar.
Laura Davies mun brjóta blað í sögu íþróttarinnar. AFP

Laura Davies verður fyrsti kvenkylfingurinn sem leikur á Evrópumótaröð eldri karlkylfinga þegar hún leikur á Shipco Masters-mótinu sem fram fer í Danmörku á næsta ári. Davies var á sínum tíma einn af bestu kylfingum heims og á einum tímapunkti í efsta sæti heimslistans. Hún mun leika af sömu teigum og karlarnir á mótinu, sem fer fram 1.-3. júní.

Davies er 53 ára og fjórfaldur risamótsmeistari. Hún keppti 12 sinnum í Solheim-bikarnum með liði Evrópu og vann 45 mót á Evrópumótaröðinni og 20 mót á LPGA-mótaröðinni. Hún er þar með sigursælasti kylfingur Bretlands í seinni tíð, en hún hefur samtals unnið 84 mót sem atvinnumaður.

„Ferli mínum hefur verið líkt við marga kylfinga á mótaröð eldri kylfinga. Ég er mjög spennt að sjá hvar ég stend miðað við þá,“ sagði Davies í vikunni. Talsmenn mótaraðarinnar segja þetta vera spennandi og þeir vonist til að laða að stærri áhorfendahóp. Davies sé frumkvöðull sem þeir hlakki til að vinna með. kristinmaria@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert