Snedeker lék á 59 höggum

Kylfingurinn Brandt Snedeker skrifaði sig á spjöld sögunnar í gær.
Kylfingurinn Brandt Snedeker skrifaði sig á spjöld sögunnar í gær. AFP

Kylfingurinn Brandt Snedeker skrifaði sig í sögubækurnar í gær þegar hann lék á 59 höggum á sínum fyrsta hring á Wyndham Championship-golfmótinu sem fram fer í Greensboro í Norður-Karólínu en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Snedeker var á samtals ellefu höggum undir pari og er sá tíundi í sögunni til þess að fara á 59 höggum á PGA-móti.

Snedeker er með eins höggs forystu á Bandaríkjamanninn Keith Mitschell sem fór hringinn í gær á fimm höggum undir pari og hann er nú á sínum öðrum hring á mótinu og er sem stendur á fimm höggum undir pari og samtals tíu höggum undir pari.

Þrátt fyrir að Snedeker hafi skrifað sig á spjöld sögunnar komst hann ekki klakklaust í gegnum hringinn því hann fór tíundu braut vallarsins á fimm höggum, einu höggi yfir pari, og fékk skolla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert