Ólafur Bjarki: Hefur gengið vel hjá mér og liðinu (myndband)

Ólafur Bjarki Ragnarsson í kunnuglegri stellingu í leik með HK …
Ólafur Bjarki Ragnarsson í kunnuglegri stellingu í leik með HK í vetur. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

HK-ingurinn Ólafur Bjarki Ragnarsson hefur slegið í gegn með Kópavogsliðinu í N1-deildinni í handbolta á tímabilinu og það kom fáum á óvart að hann skyldi verða fyrir valinu sem besti leikmaður umferða 1-7 í deildinni en valið var kunngert í dag.

„Þetta val kemur mér kannski ekkert mikið á óvart. Það hefur gengið vel hjá mér og liðinu. Ég er fínu formi, hef æft vel og er með góða menn með mér í liðinu,“ sagði Ólafur Bjarki við mbl.is eftir að hafa tekið á móti viðurkenningu sinni í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert