Ólafur fékk tak í kálfann

Ólafur Guðmundsson fékk tak í kálfann.
Ólafur Guðmundsson fékk tak í kálfann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég fékk tak í annan kálfann í leiknum við Löwen í Meistaradeildinni um síðustu helgi og hef ekki jafnað mig. Vonandi verð ég klár í leikinn við Zagreb á laugardaginn. Ég er hæfilega bjartsýnn á það,“ sagði Ólafur Andrés Guðmundsson, fyrirliði sænska meistaraliðsins Kristinstad við mbl.is í gærkvöldi.

Hann var ekki á meðal leikmanna liðsins þegar það tapaði fyrir Atla Ævari Ingólfssyni og samherjum í Sävehof, 30:23, á útvelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Atli Ævar skoraði í tvígang og Gunnar Steinn Jónsson og Arnar Arnarsson einu sinni hvor fyrir Kristianstad. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert