Ferillinn í hættu eftir umferðarslys

Rafael Capote.
Rafael Capote. AFP

Rafael Capote, skærasta stjarnan í landsliði Katar í handknattleik, slasaðist alvarlega í umferðarslysi í Katar.

Capote, sem er fæddur á Kúbu, braut nokkra hryggjarliði og var fluttur á sjúkrahús og ljóst er að hann spilar ekki handbolta í bráð og ferill hans gæti verið í hættu.

Capote er 29 ára gamall og hefur leikið stórt hlutverk í uppgangi landsliðsins í Katar undanfarin ár og á HM í Katar 2015 var hann valinn besta rétthenta skyttan þar sem Katar hafnaði í öðru sæti. Hann leikur með liði El Jaish í Katar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert