Enn tapar Fjölnir stigum

Það gengur illa hjá Fjölni eftir að sætið í úrvalsdeildinni …
Það gengur illa hjá Fjölni eftir að sætið í úrvalsdeildinni var tryggt. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Fjölnir og Þróttur gerðu 31:31 jafntefli í 1. deild karla í handknattleik í Grafarvogi í gær. Fjölnir hefur ekki unnið í síðustu þremur leikjum, eða síðan liðið tryggði sér efsta sæti deildarinnar og sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Breki Dagsson skoraði 11 mörk fyrir Fjölni og Óttar Filip Pétursson var með 12 fyrir Þrótt. 

Kristján Ottó Hjálmsson skoraði níu mörk fyrir HK sem vann Míluna, 26:20. Sigurður Már Guðmundsson skoraði sjö fyrir Míluna. Stjarnan U vann svo óvæntan sigur á KR, 34:30. Birgir Steinn Jónsson skoraði níu mörk fyrir Stjörnuna. 

ÍR-ingar höfðu betur gegn Víkingi, 27:21. Halldór Logi Árnason skoraði sjö mörk fyrir ÍR eins og Víglundur Jarl Þórsson fyrir Víking. Fjölnir er búinn að vinna deildina og tryggja sér sæti í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. 

ÍR, KR, Víkingur, Þróttur og HK eru svo í mikilli baráttu um fjögur efstu sætin, sem gefa þátttökurétt í umspili um sæti í úrsvalsdeildinni að ári, en tvær umferðir eru eftir af deildinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert