Barcelona hafði betur gegn Kiel

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Ljósmynd/Jonas Guettler

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel komust ekki í undanúrslitin í Meistaradeildinni í handknattleik. Liðið tapaði seinni leiknum gegn Barcelona í 8-liða úrslitum, 23:18, í Barcelona nú síðdegis.

Kiel vann fyrri leikinn í Þýskalandi 28:26 og Barcelona kemst því áfram en samanlögð úrslit urðu 49:46. 

Barcelona var með undirtökin allan tímann í dag og var með fjögurra marka forystu að loknum fyrri hálfleik, 13:9. Munurinn hélst svipaður í seinni hálfleik og Börsungar því komnir í undanúrslitin, „Final Four“-helgina.

Valero Rivera var markahæstur heimamanna með sjö mörk en Marko Vujin var markahæstur gestanna með fjögur mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert