Sá mikilvægasti frá 1961

Josip Juric Gric skorar fyrir Val í fyrri leiknum gegn …
Josip Juric Gric skorar fyrir Val í fyrri leiknum gegn Potaissa Turda á Hlíðarenda. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

„Þetta er mikilvægasti leikur félagsins Potaissa Turda frá árinu 1961,“ sagði Florian Crisan, talsmaður Potaissa Turda, rúmenska liðsins sem Valsmenn mæta í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik karla í Turda í gær.

Crisan sagði við Morgunblaðið að síðan Potaissa Turda vann rúmensku bikarkeppnina í knattspyrnu 1961 hefði félagið ekki unnið titil eða hampað bikar. „Ef við komumst í úrslit í Evrópukeppni í handbolta væri um stórviðburð að ræða,“ sagði Crisan er Morgunblaðið hitti hann að máli í Turda í gær.

Potaissa Turda hefur á sinni könnu handbolta, fótbolta, blak og körfubolta. Aðeins handboltaliðið, sem stofnað var 2008, er í efstu deild í sinni grein. Handboltaliðið er komið í undanúrslit bikarkeppninnar í Rúmeníu og í undanúrslit í deildarkeppninni. iben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert