Fjögur lið vilja spreyta sig

Ólafur Ægir Ólafsson og félagar í Val komumst langt í …
Ólafur Ægir Ólafsson og félagar í Val komumst langt í Áskor­enda­keppni Evr­ópu á síðasta tímabili. Mircea Rosca/ActionFoto.ro

Vonir standa til þess að fjögur íslensk handknattleikslið taki þátt í Evrópukeppni félagsliða á næstu leiktíð, allt karlalið. Ekkert kvennalið hefur í hyggju að vera með. Frestur til að tilkynna þátttöku rennur út á mánudaginn, að sögn Róberts Geirs Gíslasonar, framkvæmdastjóra Handknattleikssambands Íslands, HSÍ. Skráningar verða að fara í gegnum sambandið og áfram til Handknattleikssambands Evrópu.

Öruggt er að Íslandsmeistarar Vals og Afturelding taka þátt í EHF-keppninni og eins liggur fyrir umsókn um þátttöku deildarmeistara FH í sömu keppni. ÍBV hefur ákveðið að senda lið sitt til leiks í Áskorendakeppni Evrópu, þeirri sömu og Valur náði alla leið í undanúrslit í á vordögum.

Óvissa ríkir um þáttttöku FH-inga. Ísland hefur aðeins rétt á að senda tvö lið til leiks í EHF-keppninni en beiðni hefur verið lögð fram um aukasæti í keppninni fyrir FH. Þátttökutilkynning FH-inga er bundin við að þeir fái þessa undanþágu, að sögn Róberts Geirs. FH-ingar hafa ekki áhuga á að taka þátt í Áskorendakeppninni og ætla sér ekki að taka þátt í Evrópukeppninni bjóðist ekki sæti í EHF-keppninni.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert