Jafnt í hörkuleik

Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, ræðir við sína menn.
Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, ræðir við sína menn. mbl.is/Eggert

Afturelding og Stjarnan gerðu 27:27 jafntefli í hörkuleik í í 3. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld.

Heimamenn höfðu farið heldur illa af stað og tapað báðum leikjum sínum til þessa en þeir voru kraftmiklir í kvöld og tóku forystuna snemma leiks. Stjörnumenn voru þó þrjóskir og héldu í við Aftureldingu en munurinn í fyrri hálfleik var aldrei meiri en þrjú mörk. Gestunum gekk illa í sókninni til að byrja með og voru ítrekað þröngvaðir í slæmar skottilraunir af sterkri vörn Aftureldingar. Þeim gekk þó betur og betur eftir því sem leið á hálfleikinn og enduðu hann sterkt, staðan 15:13 í hléi.

Stjörnumönnum óx svo áfram ásmegin í síðari hálfleik og tóku snemma forystuna, í fyrsta sinn síðan í stöðunni 1:2, þegar Garðar Benedikt Sigurjónsson kom þeim í 17:16 en hann var öflugur í leiknum, skoraði sjö mörk alls.

Eftir þetta var hreinlega um háspennuleik að ræða og liðin skiptust á að taka forystuna. Bæði lið fengu tækifæri til að vinna leikinn sem var jafn undir lokin en urðu að lokum að sættast á 27:27 jafntefli.

Afturelding er því búin að sækja sitt fyrsta stig eftir þrjár umferðir. Stjarnan er nú með fjögur stig eftir einn sigur og tvö jafntefli.

Afturelding 27:27 Stjarnan opna loka
60. mín. Afturelding tekur leikhlé
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert