Haukar upp í 2. sætið

Tjörvi Þorgeirsson sækir að marki Aftureldingar í kvöld.
Tjörvi Þorgeirsson sækir að marki Aftureldingar í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haukar skutust í annað sæti efstu deildar karla í handbolta með 32:25 sigri á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld í leik sem var vissulega fjörugur og þó markamunurinn hafi ekki verið neitt svakalegur var leikurinn alveg í höndum Hafnfirðinga.   Mosfellingar bíða eftir fyrsta sigri.

Hafnfirðingar voru mun öruggari með sig í byrjun og alltaf skrefinu á undan, sérstaklega Daníel Þór Ingason, sem skoraði þrjú fyrstu mörk gestanna.  Munurinn varð samt aldrei mikill og þegar Mosfellingar höfðu hitað almennilega upp eftir tíu mínútur auk þess að bæta varnarleikinn tóku þeir við leiknum og náðu mesta 10:7 forystu enda létu Haukar reka sig útaf ótt og títt.  Svo kom að Daníel Ingi fékk að hvíla í tvær mínútur í annað sinn en þá kom bara maður í manns stað og hægt og bítandi náðu Haukar undirtökunum á ný.

Síðari hálfleikur var á svipuðum nótum, Haukar bættu við á meðan einhvers konar skothræðsla sat í Mosfellingum svo Haukar, þrátt fyrir að vera nokkrum sinnum einum færri, náðu öruggri forystu.

Skyndilega í stöðunni 17:22 byrjuðu Aftureldingarmenn að skjóta og söxuðu fyrir mikið aðeins á forskot Hauka en þetta stóð stutt yfir og Haukar nokkuð öruggir með forystu sína út leikinn.

Afturelding 25:32 Haukar opna loka
60. mín. Daníel Þór Ingason (Haukar) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert