Stórleikur Ómars dugði ekki til

Ómar Ingi Magnússon.
Ómar Ingi Magnússon. Ljósmynd/aarhushaandbold.dk

Aarhus er úr leik í danska bikarnum í handbolta eftir 37:32 tap á útivelli gegn GOG í dag. Ómar Ingi Magnússon átti stórleik fyrir Aarhus og skoraði níu mörk, Sigvaldi Guðjónsson skoraði tvö og Róbert Guðmundsson skoraði eitt mark. 

Staðan var 32:32 skömmu fyrir leikslok en heimamenn skoruðu fimm síðustu mörkin og tryggðu sér sigur. Aarhus hefur farið nokkuð vel af stað í deildinni í Danmörku og er í 4. sæti með tíu stig eftir sjö leiki. GOG er í toppsætinu með 11 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert