Alfreð krækir í ungan Dana

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Ljósmynd/THW Kiel

Alfreð Gíslason, þjálfari þýska liðsins THW Kiel, heldur áfram að styrkja sveit sína fyrir næsta keppnistímabil. Í morgun skrifaði Daninn, Magnus Landin, undir samning við þýska liðið um að koma til þess um mitt næsta ár. 

Landin er yngri bróðir Nicklas, landsliðsmarkvarðar Dana og liðsmanns Kiel. Magnus Landin er 22 ára gamall leikur nú með KIF Kolding og þykir afar lofandi hægri hornamaður. Hann hefur verið með annan fótinn í danska landsliðinu síðustu tvö árin og vakti m.a. athygli með landsliðinu á HM í Frakklandi í upphafi þessa árs. Hann á að baki 24 landsleiki sem hann hefur skorað í 49 mörk.

Landin skrifaði undir tveggja ára samning við THW Kiel. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert