Í leikbann fyrir gróft brot

Asuncion Batista í leik með ÍBV gegn Haukum.
Asuncion Batista í leik með ÍBV gegn Haukum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Asuncion Batista, leikmaður kvennaliðs ÍBV í handknattleik, var í dag úrskurðuð í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ.

Spænski línumaðurinn hlaut útilokun með skýrslu fyrir gróft brot í leik Vals og ÍBV í Valshöllinni um síðustu helgi þar sem hún gaf einum leikmanni Vals olnbogaskot í andlitið og hún verður í banni þegar ÍBV tekur á móti Selfossi 9. desember.

Batista kom til ÍBV í september en þess má geta að hún er ríkj­andi heims­meist­ari í strandblaki með liði Spánverja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert