Erfitt en skemmtilegt

Mikið mun mæða á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni (t.h.) í Presov …
Mikið mun mæða á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni (t.h.) í Presov í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Okkur bíður erfitt lið, sterkur andstæðingur, sem er skipað blöndu af yngri og eldri reyndari leikmönnum,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari karlaliðs FH í handknattleik, sem mætir í dag Tartran Presov frá Slóvakíu.

Um er að ræða fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum EHF-keppninnar í handknattleik og verður leikið í Presov í Slóvakíu. Síðari leikurinn verður í Kaplakrika eftir viku.

„Presov hefur staðið sig afar vel í Austur-Evrópudeildinni í haust auk þess að hafa yfirburði á heimavígstöðvum eins og á undanförnum árum. Presov er í öðru sæti í Austur-Evrópudeildinni þar sem meðal annars leika Evrópumeistarar Vardar, Meskov Brest, Zagreb og Celje, allt lið sem eru í Meistaradeildinni einnig,“ sagði Halldór Jóhann til þess að undirstrika styrkleika andstæðingsins. Þetta er alvöru atvinnumannalið.

Sjá viðtal við Halldór Jóhann í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert