Stærsti sigur Kiel í Flensburg

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Ljósmynd/THW Kiel

„Ég gaf mönnum tveggja daga frí og það hefur væntanlega átt þátt í þessum góða sigri,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, eftir að lið hans vann Flensburg, 35:27, á heimavelli Flensburg í gær í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Um var að ræða 96. viðureign liðanna. Um leið var þetta stærsti sigur Kiel frá upphafi á grönnum sínum á heimavelli þeirra.

Frábær varnarleikur Kiel-liðsins og stórleikur Andreas Wolff, markvarðar, lagði grunn að þessu sigri. Liðið hóf leikinn af miklum krafti og var komið með sjö marka forskot, 10:3, eftir 13 mínútna leik. Munurinn var aðeins tvö mörk að loknum fyrri hálfleik, 18:16. Flensburg náði að minnka muninn í eitt mark í síðari hálfleik, 24:23, en nær komust leikmenn liðsins ekki.

Með tapinu sáu leikmenn Flensburg á bak þeim möguleika að jafna Füchse Berlin að stigum í efsta sæti deildarinnar. Berlin er efst með 27 stig. Rhein-Neckar Löwen er í öðru sæti stigi á eftir Berlin eftir sigur á Ludwigshafen, 26:18. Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu þrjú mörk hvor fyrir Löwen. Kiel situr í sjöunda sæti með 21 stig og hefur rétt töluvert úr kútnum eftir slæma byrjun í deildinni í haust. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert